Um Hoppland
Við bjóðum upp á eina skemmtilegustu afþreyingu á Íslandi.
Komdu og prufaðu að hoppa niður 10 metra út í sjó.
Fullkomið fyrir fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði eða bara alla sem vilja skora á sjálfa sig.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Konni Gotta
Konni Gotta er frá Ólafsfirði þar sem hann byrjaði í kletta og sjóstökki. Hann er menntaður leikari frá Kvikmyndaskóla Íslands. Hann hefur unnið við allskonar en síðastliðin ár hefur hann unnið með unglingum og börnum. Hann dýrkar allt sem heitir jaðarsport og útivist. Sunnudagar eru heilagir fyrir honum því þá nýtir hann alltaf í að leika sér!
-
Konni kann að spúa eldi
-
Konni elskar ís
-
Uppáhalds bíómynd er Hot Rod
Jódís Jakobs
Jódís Jakobsdóttir er útskrifuð grunnskólakennari og með diplómu í áfengis og vímefnaráðgjöf. Hún hefur starfað sem flugfreyja og svo með börnum og unglingum í 15 ár. Hún hefur mikla hreyfiþörf og elskar allar íþróttir nema golf. Jódís og Konni eiga tvo drengi, þeir heita Jakob og Gotti.
-
Jódís er nýbúin að uppgötva að einhyrningar eru ekki til
-
Hún spilaði fótbolta með Fjölni
-
Uppáhalds bíómyndin hennar er Guffagrín !
Reglur
-
Allir sem ætla að hoppa á pöllunum eða nota aðstöðuna á vegum Hopplands verða að skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu.
-
Hvers konar notkun áfengis- og vímuefna er með öllu óheimil.
-
Börn yngri en 14 ára skulu vera í fylgd fullorðna á opnum tímum.
-
Börn yngri en 14 ára skulu vera í blautbúning eða björgunarvesti.
-
Kynna sér öryggisreglur á pöllum (sjá myndband).
Umsagnir
Strákarnir mínir eyddu stórum hluta seinasta sumars hjá Konna og Jódísi að hoppa út í sjó. Mér fannst það ógnvekjandi tilhugsun fyrst en um leið og ég var búin að sjá þá hoppa einu sinni þá var þetta ekkert mál. Núna er ég hæst ánægð með að þeir skuli stunda þetta sport þar sem það eflir sjálfstraustið að ögra sjálfum sér með því að hoppa fram af háum pöllum og þeir skemmta sér konunglega ásamt vinum sínum úti í náttúrunni. Svo er líka mjög skemmtileg stemmning sem myndast þarna og Konni og Jódís eru mjög góð við krakkana og sinna þeim vel. Ég mæli eindregið með því að foreldrar fari með krakkana sína og leyfi þeim að prófa!
Svanhildur Anna Bragadóttir
Það var frábært að heimsækja pallinn með hóp. Ég skipulagði steggjun og hópurinn átti geggjaða stund saman. Móttökurnar voru til fyrirmyndar og hópurinn naut þess að fara út á teygjusvæðið. Það yfirgáfu allir svæðið með bros á vör og með góðar minningar sem við hlæjum enn af.
Gunnar Hrafn Arnarsson
Hafðu samband
Heimilisfang
Bakkatún 5
300 Akranes
Tengiliðir
849-8897
777-8233
Opnunartímar
Mán - Fös
Lau - Sun
13:00 - 20:00
12:00 - 20:00